Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Mitch Albom

Eddi er aldraður starfsmaður í skemmtigarði og hefst sagan þegar hann deyr af slysförum við björgunarstörf á 83. afmælisdeginum. Hann vaknar upp í himnaríki þar sem hann hittir fimm manneskjur sem hafa með einum eða öðrum hætti haft afgerandi áhrif á líf hans. Rakin er ævi söguhetjunnar og um leið eru hafðar uppi vangaveltur um lífið og tilveruna, hvort hún sé tilviljunum háð eða ekki.

Fimm manneskjur sem maður hittir á himnum er skáldsaga sem færir okkur með áhrifamiklum hætti þau skilaboð að lífshlaup manna, hversu ómerkilegt sem það kann að virðast í fyrstu, hefur með einum eða öðrum hætti ákveðinn og mikilvægan tilgang.

Mitch Albom, höfundur metsölubókarinnar Þriðjudagar með Morrie, snýr hér aftur með skáldsögu sem fjallar um það hvernig líf okkar mannanna tengist á dularfullan hátt. Gerð hefur verið kvikmynd eftir Fimm manneskjum sem maður hittir á himnum með John Voight í aðalhlutverki.

Karl Emil Gunnarsson þýddi bókina.

Þessi bók er sannkölluð himnasending sem mun breyta lífi þínu.

[Domar]

„Einlæg … bók sem hefur kraft til að hræra upp í lesandanum og veita honum huggun um leið.“
The New York Times

„Albom hefur unnið frábært afrek … aftur … með Fimm manneskjum sem maður hittir á himnum.“
Time Magazine

„Hér er að finna mikla visku … einlæg hugleiðing um mat okkar á lífinu.“
Los Angeles Times

„Full af von, vísdómi og lærdómi … góð lífsspeki … Hún er hjartnæm og snertir mann … Skilur heilmikið eftir.“
Hjörtur Magni Fríkirkjuprestur / RÁS 2

„Áhugaverð og fín bók um efni sem mörgum er hugleikið.“
Vikan

[/Domar]

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun