Flokkar:
Viðfangsefni bókarinnar eru birtingarmyndir misréttis í samfélagi og menningu og áhrif þess á aðstæður karla og kvenna. Má þar nefna átök femínista af ólíkum skólum á Íslandi, misnotkun valds og andóf í kristinni trúarhefð og stöðu kvenna í bókmenntum og kvikmyndum. Í bókinni er sjónum jafnframt beint að samtvinnun ólíkra þátta mismununar, skörun fötlunar og kyngervis, og íslenskri friðargæslu í ljósi femínískra öryggisfræða. Einnig er rætt um þær afleiðingar sem ofríki karllægrar hugmyndafræði hafði í fjármálakreppunni árið 2008 og í umræðunni um loftslagsbreytingar.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun