Fuglinn - hefðbundin (sitjandi) ferð í Mega Zipline Iceland

Fljúgðu í gegnum loftin blá frjáls eins og fuglinn

Nánari Lýsing

Í hefðbundinni sitjandi ferð munt þú upplifa spennuna við að fljúga í gegnum ótrúlegt íslenskt landslag, sitjandi í þægilegu sérhönnuðu beisli sem gerir þessa ferð sannarlega tilkomumikla fyrir öll skilningarvit. Þessi ferð, sem er heill kílómetri af hreinni spennu, hefst við hið magnaða "Svarta gljúfur" með fallegum fossum og súlulaga basalti og endar við fallegu Reykjadalsá við Reykjadals Cafe. Þessi lengsta zip-lína landsins er ævintýri fyrir alla fjölskylduna.


Bæta við í Apple Veski

Gjafabréf í Veskið

Veskið er þar sem þú geymir og nálgast flug- og bíómiðana, afsláttarkortin, debet- og kreditkortin þín og Aha Gjafabréfin!

Gift certificate

Gjafvænt, blaðrænt, stafrænt, veskisvænt eða símavænt.

Hvort sem þú ætlar að nýta gjafabréfið sjálf/ur, með öðrum eða gefa það sem gjöf þá bjóðum við upp á möguleika sem hentar hverju tilfelli.

Þú getur prentað gjöfina út sem fallegt gjafabréf sem er eingöngu merkt fyrirtækinu sem keypt er hjá og verð kemur ekki fram. Inneignina má einnig nota beint úr Aha appinu eða setja hana í Apple Veskið.


Smáa Letrið

Það sem að fylgir með er:

  • - Aðgangur fyrir einn
  • - Allur öryggisbúnaður ásamt sérbúnum öryggisfestingum og hjálmur
  • - Lágmarks aldur er 9 ára og lágmarksþyngd er 30 kg(66 lbs)
  • - Hámarksþyngd er 120 kg (265 lbs)


Nauðsynlegt er að taka með:

  • - Hlý föt
  • - Góða skó
  • - Góða skapið

Ævintýrið tekur 55 mín.

Gildistími: 11.11.2023 - 01.11.2024

Notist hjá
Kambagil, Árhólmar 4, 810 Hveragerði

Vinsælt í dag