Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jenny Colgan
Mirren leggur af stað norður í land í leit að einstakri bók fyrir fárveika ömmusystur sína. Hún kynnist myndarlegum, dökkeygum bóksala sem býðst til að leggja henni lið. Saman þræða þau fornbókabúðir, en er hann allur þar sem hann er séður? Og er bókarleitin erindisleysa eða mun hún leiða Mirren inn á nýjar og óvæntar brautir? Töfrandi jólasaga.
Desember er genginn í garð en Mirren er ekki í miklu jólaskapi. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir, unnustinn sagði henni upp og litla huggun er að finna hjá móður hennar, sem hringir aðallega til að kvarta. Auk þess liggur Violet ömmusystir, hennar helsti bandamaður, fyrir dauðanum. Þær frænkur hafa löngum deilt ást á bókum og hinsta ósk Violet er að fá að handleika aftur bók sem hún átti í æsku, afar fallega og einstaka vísnabók með myndum eftir ástsælan listamann. Mirren leggur af stað á litla Fiatinum sínum norður í land í leit að dýrgripnum. Hún kynnist myndarlegum, dökkeygum bóksala sem býðst til að leggja henni lið. Saman þræða þau fornbókabúðir og með þeim tekst fljótt innileg vinátta, en er hann allur þar sem hann er séður? Og er bókarleitin vonlaus erindisleysa eða leiðir hún Mirren inn á nýjar og óvæntar brautir?

Skoski metsöluhöfundurinn Jenny Colgan spinnur töfrandi jólasögu eins og henni einni er lagið um vináttu, fjölskyldubönd og leitina að því sem mestu máli skiptir í lífinu.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun