Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Magnús Lyngdal Magnússon
Fjallað er um sögu vestrænnar tónlistar frá miðöldum til dagsins í dag með fróðlegum en aðgengilegum hætti. Sagt er frá tugum tónskálda, þar á meðal þekktum höfundum á borð við Bach, Haydn, Mozart, Beethoven og Brahms auk annarra tónskálda sem mörg hver eru minna þekkt.
Heimur klassískrar tónlistar er mörgum hulinn. Í þessu riti eru lesendur leiddir með aðgengilegum hætti í gegnum tónlistarsöguna og sett fram dæmi sem hægt er að hlýða á samhliða lestri. Þannig hefur höfundur útibúið spilunarlista til að auðvelda lesendum að kynnast mörgum af helstu verkum tónlistarsögunnar. Magnús Lyngdal Magnússon hefur haft áhuga á klassískri tónlist frá blautu barnsbeini. Hann hefur viðað að sér umfangsmikilli þekkingu á greininni og fjallað um klassík í ræðu og riti um áratuga skeið. Magnús hefur ástríðu fyrir því að leiða fólk inn í leyndardóma klassíkurinnar og opna heim sígildrar tónlistar fyrir almenningi.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun