Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Svanhildur María Gunnarsdóttir, Þórður Ingi Guðjónsson

Í bókinni Konan kemur við sögu eru birtir 52 fróðlegir og alþýðlegir pistlar sem allir fjalla á einn eða annan hátt um konur og kvenmenningu í aldanna rás.

Í pistlunum má til að mynda lesa um kvæða- og sagnakonur, skáldkonur og konur í bókmenntum og þjóðlífi fyrr og síðar, örnefni, nýyrði, tökuorð, íðorð, kenningar í skáldskap, orðabókagerð og handrit í eigu kvenna eða handrit skrifuð af konum – og er þá ekki allt upp talið.

Höfundarnir eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auk gestafræðimanna og góðvina stofnunarinnar. Með pistlaröðinni vildi Árnastofnun leggja sitt af mörkum í tilefni aldarafmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi árið 2015.

Fjöldi mynda prýðir bókina en nokkrar þeirra hafa ekki áður birst á prenti svo að vitað sé.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun