Margir réttir sem fólk ólst upp við eða fékk hjá ömmu eru nú sjaldséðir. Þetta er þó góður og umfram allt heimilislegur matur sem kveikir notalegar minningar og er ómissandi hluti af íslenskri matarhefð. Hér eru um 80 uppskriftir að mömmu- og ömmumat; súpum og sósum, kjöt- og fiskréttum, grautum, búðingum, brauði og kökum. Sumir réttirnir eru alveg hefðbundnir, aðrir hafa verið færðir í ögn nútímalegri búning.
• Blómkálssúpa, humarsúpa, rækjukokkteill, laxasalat og kryddsíld.
• Steiktur fiskur, plokkfiskur, fiskibollur, grillaður silungur og fiskgratín.
• Sunnudagslæri, kótelettur í raspi, pörusteik, saxbauti og kálbögglar úr heimagerðu kjötfarsi.
• Grjónagrautur, kakósúpa, rabarbaragrautur, sítrónufrómas og Tobleroneís.
• Pönnukökur, kleinur, hjónabandssæla, jólakaka, vínarterta og brauðterta.
• Skinkuhorn, hafraskonsur, hveitibollur og seytt rúgbrauð.
• Brúnaðar kartöflur, uppstúf, rauðkál, brún sósa og rabarbarasulta.
Nanna Rögnvaldardóttir er löngu orðin landsþekkt fyrir skrif sín um mat og matargerð og mikla þekkingu á íslenskri matarsögu. Hún hefur sent frá sér á annan tug vinsælla matreiðslubóka, þar á meðal Matarást, Matinn hennar Nönnu og Kjúklingarétti Nönnu.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun