Opna svæðið: Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi eftir Þröst Helgason varpar ljósi á tímaritið Birting sem kom út á árunum 1955-1968 og gegndi lykilhlutverki við að innleiða módernisma í íslenskar bókmenntir og listsköpun á tímabilinu.
Opna svæðið er fyrsta bókin sem gefin er út um þetta mikilvæga tímarit. Birtingur tilheyrir flokki módernískra eða lítilla tímarita sem settu svip sinn á tilurð módernisma víða um heim en hafa hingað til verið órannsökuð hér á landi.
Birtingi var ætlað að þjóna sem vettvangur fyrir kynningar á nýjum alþjóðlegum straumum, endurskoðun á viðteknum hefðum og lifandi umræður um nútímabókmenntir og listir. Um leið gefur bókin innsýn í margbrotin átök innan íslensks menningarvettvangs á þessum mikla umbrotatíma.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun