Prjónað úr íslenskri ull er mikill fengur fyrir áhugasamt prjónafólk sem þyrstir í klassískar og fallegar uppskriftir að flíkum úr íslenskri ull en jafnframt fræðandi og skemmtileg bók fyrir alla sem hafa áhuga á sögu handverks og ullar.
Í bókinni er að finna 65 uppskriftir sem valdar eru í samstarfi við . Margar hverjar eru áður ófáanlegar sígildar uppskriftir og aðrar nýrri með nýtískulegu ívafi. Áherslan er lögð á lopapeysur en einnig eru uppskriftir að smærri viðfangsefnum eins og húfum, sokkum, vettlingum og treflum. Segja má að í bókinni sé að finna úrval vinsælustu íslenskra prjónauppskrifta í gegnum tíðina.
Í bókinni er einnig í fyrsta skipti rakin á einum stað saga prjóns á Íslandi, allt frá upphafi til nútímans. Sérstaklega er litið til uppruna íslensku lopapeysunnar auk þess sem fjallað er um íslenskan ullariðnað.
Oddný S. Jónsdóttir ritstýrði.
Leiðréttingar við 1. útgáfu frá 2011
Leiðréttingar við 2. útgáfu frá 2013
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun