Höfundur: Rán Flygenring
„Því sá sem láréttur liggur á grúfu sér ekki neitt nema næstu þúfu.“
Skarphéðinn Dungal er ekki eins og flugur eru flestar. Hann er forvitinn, fordómalaus og gagnrýninn og grunar að heimurinn geymi fleira en sléttuna umhverfis borg flugnanna. Smánaður fyrir skoðanir sínar er hann hrakinn út í heim þar sem hann lendir í miklum ævintýrum og á sú reynsla eftir að breyta heimsmynd samborgara hans.
Bráðskemmtileg þula með heimspekilegum undirtóni eftir Hjörleif Hjartarson með teikningum Ránar Flygenring, höfunda bókarinnar Fuglar sem kom út á síðasta ári og heillaði börn og fullorðna.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun