ÚPS! Mistök sem breyttu heiminum er þriðja léttlestrarbókin í hinum geysivinsæla Vísindalæsisflokki Sævars Helga Bragasonar. Skemmtilegur fróðleikur og fjörugar staðreyndir úr heimi vísindanna. Bókin er prýdd fjölmörgum litmyndum eftir Elías Rúna.
Öll gerum við mistök. Klúðrum einhverju hressilega, rennum á rassinn þegar síst skyldi og gerum ægileg glappaskot. En í stað þess að svekkja okkur á því ættum við frekar að opna þessa bók og lesa okkur til um alls konar fólk sem gerði mistök sem leiddu til stórkostlegra hluta. Sem björguðu jafnvel mannslífum. Eða færðu okkur popp.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 30 mínútur að lengd. Höfundur les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun