Zipline ævintýri í Vík fyrir tvo

Haust tilboð í Zipplínu ævintýri í Vík - Ath. gildistími tilboðs er til 1. janúar 2023.

Nánari Lýsing


Zipplínu ævintýri í Vík er frábær skemmtun fyrir alla þá sem elska smá spennu og vilja ögra sjálfu sér á öruggan hátt. Upplifunin samanstendur af gönguferð í gegnum Grafargil með skemmtilegum sögustoppum og fjórum zipplínum; 120, 240, 30 og 140 metra löngum. Á þeim er svifið yfir stórbrotið landslag gilsins fyrir neðan.

Í UPPHAFI

Rétt norðan við bæinn Vík í Mýrdal er lítið gil umvafið stórbrotnum fjöllum og jöklum, Grafargil. Í gilinu er merkt gönguleið og á nokkrum stöðum á leiðinni höfum við strengt zipplínur yfir gilið. Við hittumst í bækistöð okkar, Víkurbraut 5 og græjum alla í viðeigandi öryggisbúnað. Þaðan er ca. 5 mín. akstur að upphafsstað göngunnar. Þegar úr bílnum er komið tekur við ganga að fyrstu línunni. Þar förum við yfir allar öryggisleiðbeiningar og sýnum ykkur hvernig hægt er að zippa örugglega yfir á þæginlegan hátt, einn yfir í einu. Það næsta sem þú veist er að þú ert á æsispennandi ferð yfir gilinu, mundu eftir að opna augun, því útsýnið er stórfenglegt.

 MIÐJAN

Önnur línan okkar, byrjar nánast þar sem sú fyrsta endar. Þessi lína er lengst, 240 metrar og mörgum finnst hún fegurst. Þegar allir hafa zippað örugglega yfir þessa línu er kominn tími fyrir smá gönguferð, hún er ekki löng, ca. 10 mín. og liggur í gegnum stórbrotið landslags Grafargils að næstu línu. Trúarstökkið (Leap of faith) er stysta línan okkar og hér förum við yfir gilið á annan hátt en við gerðum áður. Af þessu segjum við ekki meir af því að þessum hluta viljum við halda leyndum þar til reynir á.

 AÐ LOKUM

Í lokin zippum við yfir síðustu línuna okkar sem liggur yfir foss að nafni Hundafoss og ef veðrið er gott gæti verið að leiðsögumennirnir okkar bæti við smá rúsínu í pylsuendann áður en haldið er aftur heim á leið.

Smáa Letrið
BÓKUN
Til að bóka ferð með Zipline er best að senda póst á [email protected] eða hringja í 698-8890. Ath. að gildistími tilboðs er til 1. janúar 2023
LENGD
Upplifunin tekur 1,5 – 2 klst. í heild. Heildartíminn er háður stærð hópsins og ásigkomulagi, veður gæti einnig haft áhrif.
INNIFALIÐ
Allur öryggisbúnaður, akstur frá Norður-Vík að upphafi gönguferðar, leiðsögn og allar zipplínur.
ÞETTA ÞARFTU
Vatnshelda gönguskó með grófum sóla og hlý, vindheld föt. Þumalputtareglan er að klæða sig eftir veðri. Stundum er gott að hafa húfu og vettlinga en oft ekki nauðsynlegt. Sítt hár skal flétta eða setja í lágan snúð.
STAÐSETNING
Víkurbraut 5. Vinsamlegast mætið 10 – 15 mínútum áður en þið eigið bókaðan brottfarartíma.
VEÐRIÐ
Stundum er nauðsynlegt að breyta annaðhvort brottfarartíma eða ferðinni sjálfri vegna veðurs. Munið að kanna mögulegar breytingar á tölvupósti áður en þið leggið land undir fót til okkar og skiljið eftir símanúmer svo við náum í ykkur með stuttum fyrirvara.

Gildistími: 11.10.2022 - 01.01.2023

Notist hjá
Zipline Iceland, Víkurbraut 5, Vík í Mýrdal

Vinsælt í dag